Sætaskipan í hádegisverði á Kjarvalsstöðum 6. júní 1974 Sætaskipan í hádegisverði á Kjarvalsstöðum 6. júní 1974. Smellið á myndina til að sjá stærri mynd.
Skjalasafn Ráðhúss: Málasafn Borgarstjóra, Heimsókn Olav V Noregskonungs í júní 1974. Lykill 855.1.


Boðskort í hádegisverð til heiðurs Ólafi Noregskonungi
Boðskort í hádegisverð til heiðurs Ólafi Noregskonungi 6. júní 1974.
Skjalasafn Ráðhúss: Málasafn Borgarstjóra, Heimsókn Olav V Noregskonungs í júní 1974. Lykill 855.1.

Matseðill frá hádegisverðarboði borgarstjórnar á Kjarvalsstöðum
Matseðill frá hádegisverðarboði borgarstjórnar á Kjarvalsstöðum 6. júní 1974. Skjalasafn Ráðhúss: Málasafn Borgarstjóra, Heimsókn Olav V Noregskonungs í júní 1974. Lykill 855.1.

Birgir Ísleifur Gunnarsson, borgarstjóri, heilsar Ólafi Noregskonungi Birgir Ísleifur Gunnarsson, borgarstjóri, heilsar Ólafi Noregskonungi.
Borgarskjalasafn Reykjavíkur: Málasafn borgarstjóra, ljósmyndir, askja 1135.


Sonja Bachmann, borgarstjórafrú, Ólafur Noregskonungur og Birgir Ísleifur Gunnarsson, borgarstjóri, sitja til borðs að Kjarvalsstöðum Sonja Bachmann, borgarstjórafrú, Ólafur Noregskonungur og Birgir Ísleifur Gunnarsson, borgarstjóri, sitja til borðs að Kjarvalsstöðum.
Borgarskjalasafn Reykjavíkur: Málasafn borgarstjóra, ljósmyndir, askja 1135.

Konungsheimsókn

Ólafur Noregskonungur heimsótti Ísland dagana 5. - 9. júní 1974. Hann sigldi til landsins á konungssnekkjunni Norge og lagðist að bryggju við Miðbakka. Svo erfið var förin yfir Norður-Atlantshafið að fresta þurfti dagskrá heimsóknarinnar um einn dag. Hann dvaldi tvo daga í Reykjavík, flaug til Akureyrar og sigldi svo frá Reykjavíkurhöfn til Vestmannaeyja á leið sinni heim.

Þann 6. júní bauð borgarstjórn Reykjavíkur til hádegisverðar á Kjarvalsstöðum til heiðurs Noregskonungi. Sem dæmi um skjöl frá heimsókninni má nefna boðskort til hádegisverðarins, sætaskipan og matseðil, auk ljósmynda. Boðið var upp á nautatungu með piparrótarsósu í forrétt, nýjan lax með hollenskri sósu í aðalrétt og pönnukökur með rjóma á eftir.

Svo til hver mínúta heimsóknarinnar var skipulögð en það má sjá í vinnuskjali sem notað var varðandi tilhögun heimsóknarinnar. Hér má sjá klausu úr skjalinu varðandi hádegisverðinn á Kjarvalsstöðum:

„Klæðnaður: dökk föt.
Kl. 11:40 hittast fyrir utan Hótel Sögu þeir sem fara í bifreiðalestinni til Kjarvalsstaða, aðrir en konungur og Major Lillestö.
Kl. 11:50 (eða rúmlega það) ekið af stað til Kjarvalsstaða og komið þangað kl. 12:02 (forsetahjón koma kl. 12:00).

Eftir að aðrir gestir eru sestir ganga til borðs konungur, forsetahjón og borgarstjórahjón.

Að loknum forréttinum flytur borgarstjóri stutt ávarp.
Í lok máltíðar segir konungur nokkur orð.

Myndatökur verða leyfðar í 2-3 mínútur eftir að sest er að borðum. Þórður Einarsson verður viðstaddur á meðan. Þegar ekið er frá Kjarvalsstöðum og komið að horninu á Hringbraut og Tjarnargötu fer bifreið nr. 1 til hægri að Ráðherrabústaðnum, en hinar bifreiðarnar halda áfram að Hótel Sögu.“

Jóhanna Helgadóttir

Heimildir:

  • Borgarskjalasafn Reykjavíkur: Málasafn borgarstjóra, ljósmyndir. Askja 1135.
  • Skjalasafn Ráðhúss: Málasafn borgarstjóra, Heimsókn Olav V Noregskonungs í júní 1974. Lykill 855.1.
  • Morgunblaðið 5. og 6. júní 1974.