Listahátíð í Reykjavík var haldin í fjórða skiptið árið 8. - 21. júní 1974, og er óhætt að segja að þetta árið hafi verið mikill kraftur í hátíðinni og fjölmargir þekktustu listamenn þess tíma tóku þátt. André Previn píanóleikari og breska söngkonan Cleo Lane héldu djasstónleika með John Dankworth og Árna Egilssyni. Auk þess stjórnaði André Previn Sinfóníuhljómsveit Lundúna á tónleikum í Laugardalshöll, Daniel Barenboim píanóleikari hélt tónleika auk fjölmargra annara, íslenskra og erlendra listamanna.
Forseti Íslands, Kristján Eldjárn, hélt ræðu á opnun Listahátíðar en fresta þurfti opnuninni um einn dag þar sem forsetinn hafði öðrum skyldum að gegna við að taka á móti Ólafi Noregskonungi á fyrirhuguðum opnunardegi hátíðarinnar, þar sem Noregskonungur tafðist vegna óveðurs.
Jóhanna Helgadóttir