Svo augljóst og náið samband er milli sögu Íslendinga og sögu Norðmanna að 1100 ára afmæli byggðar á Ísland eru minnisverð tíðindi í Noregi. Norðmenn sýndu hug sinn og ræktarsemi við frændur sína á Íslandi þjóðhátíðarárið 1974 með því að færa Íslendingum að gjöf skjöl um íslensk málefni sem voru í ríkisskjalasafni Noregs. Skjölin eiga upphaflega rætur að rekja til danskra stjórnarskrifstofa, en þau bárust til Noregs eftir 1814 er skilnaður varð milli Noregs og Danmerkur. Þá var mikið af skjalagögnum flutt frá Danmörku til Noregs. Þar sem sumar stjórnarskrifstofur í Danmörku fóru bæði með norsk og íslensk mál lentu skjöl um íslensk mál óvart með þeim norsku.
Með úrskurði Noregskonungs 14. júní 1974 var ákveðið að færa Íslendingum umrædd skjöl. Um er að ræða skjöl frá tímabilinu 1660 til 1814 fyrir utan elsta skjalið sem er jarðabók frá 1597. Jarðabókin nær yfir konungseignir á Ísland,i en er með viðauka um eignir biskupsstólanna á Hólum og í Skálholti. Skjölin fylla tvær skjalaöskjur.
Skjölin eru af margvíslegum toga. Þar má t.d. finna skrár yfir vörubirgðir á verslunarstöðum 1794, líklega gerðar í þeim tilgangi að vita hvort nægileg vara flytjist til landsins, en þá var stutt síðan einokunarverslun var gefin frjáls.
Uppskrift vörulistans hér til vinstri
Liste
Paa de ved min handel paa Reikevig i behold væ-
rende Fornødenheds Vare til Julii Maaneds
udgang indeværende Aar:
180. Tönder Ruugmeel.
30. Tönder Ruug.
10. Tönder Bankebyg.
13. Tönder hvide Erter
2½ Sk(ibpund) Jern.
4. Tönder Tiære.
8. Tönder Steenkull.
40. SP 60 favne Liner.
100 " Lodliner.
30 tt Netgarn.
30 Tylter diverse bræder.
40 " Jufferter.
20 " store Lægter.
60. SP Eege Vagnskud.
10. Tönder Salt.-
Reikevigs -Kiöbstæd den 2. Augusti 1794
OGWaage