Héraðsskjalasafn Austfirðinga
Á Héraðsskjalasafni Austfirðinga er varðveitt nokkuð af gögnum sem tengjast íþróttum, líkamsrækt og heilsu. Annars vegar eru skjalasöfn félagasamtaka sem störfuðu sérstaklega að þessum málum, síðan er í einkaskjalasöfnum ýmislegt sem tengist fyrrgreindum viðfangsefnum. Hér verður gerð grein fyrir því helsta sem varðveitt er á Héraðsskjalasafni Austfirðinga af þessu efni:
- Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands, gerðabækur, fréttabréf og ársrit, árskýrslur, bréf ofl.
- Ungmennafélagið Viðar, Vallahreppi, handskrifað félagsblað
- Ungmennafélag Skriðdæla, gerðabók
- Íþróttafélagið Höttur, Egilsstöðum, fréttabréf ofl.
- Ungmennafélagið Fram Hjaltastaðaþinghá, gerðabækur
- Baldur, handskrifað blað
- Ungmennafélag Breiðdæla, kaupsamningur
- Ungmennafélagið Hrafnkell Freysgoði, Breiðdal, handskrifuð blöð, Sindri og Freyfaxi
- Ungmennafélagið Hróar, Tunguhreppi, gerðabækur ofl.
- Ungmennafélagið Huginn, Fellahreppi, gerðabækur, bréf samantekt um sögu félagsins ofl.
- Ungmennafélagið Vísir, Jökulsárhlíð, gerðabækur
- Ungmennafélagið Þór, Eiðaþinghá, gerðabækur, bréf, handskrifað félagsblað Mjölnir
- Samvirkjafélag Eiðaþinghár, gerðabækur, bréf ofl.
- Ungmennafélag Jökuldæla, gerðabækur
- Ungmennafélagið Þjálfi, Mjóafirði, gerðabók, handskrifað félagsblað, Þjálfi Þjálfason
- Ungmennafélag Fljótsdæla, gerðabækur ofl.
- Ungmennafélagið Freyja, Helgustaðahreppi, gerðabók ofl.
- Ungmennafélagið Djörfung, Beruneshreppi, gerðabók ofl.
- Ungmennafélagið Stígandi, Geithellnahreppi, gerðabók
- Bindindisfélag Fljótsdælinga, gerðabók ofl.
- Ungmennafélag Eiðaskóla, gerðabækur
- Ungmennafélag Borgarfjarðar, ýmis gögn
- Ungmennafélagið Framtíðin, Hrafnagilshreppi, Eyjafirði, afrit af bréfi
- Stúkan Æskubraut, Borgarfirði, ýmis gögn
- Stúkan Skjaldborg, Borgarfirði, ýmis gögn
- Stúkan Vetrarbraut, Mjóafirði, ýmis gögn
- Stúkan Liljan, Mjóafirði, ýmis gögn
- Stúkan Brekkublómið, Mjóafirði, ýmis gögn
- Stúkan Blágrenið, Mjóafirði, ýmis gögn
- Heilsuverndarfélag Fljótsdæla, gerðabók
Í einkaskjalasöfnum má geta um eftirfarandi:
- Þórarinn Sveinsson, kennari Eiðum
- Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi alþingismaður
- Kristján Jónsson, frá Hrjót, Hjaltastaðaþinghá
Á Ljósmyndasafni Austurlands er til töluvert af myndum frá ýmsum tímum sem tengjast íþróttum og líkamsmennt.
|