Héraðsskjalasafn Þingeyinga Allt frá því að hafin var söfnun til skjalasafnsins árið 1957 hefur því borist mikið af gögnum frá ungmennafélögum. Bæði hefur verið um gerðabækur hinna ýmsu funda- og síðar ungmennafélaga að ræða svo og ýmis handskrifuð sveitarblöð sem ungmennafélög og ungmennafélagar stóðu að útgáfu á. Í þessum blöðum er ýmislegt að finna um íþrótta- og heilfarsleg atriði. Íþróttafélagið Völsungur á Húsavík var stofnað 1927 og tók við af Ungmennafélaginu Ófeigi. Skjalagögn Völsungs ásamt miklum fjölda ljósmynda barst safninu fyrir fáeinum árum. Þá er vert að geta þess að mikið safn frá Eysteini Hallgrímssyni frá Grímshúsum í Aðaldal barst héraðsskjalasafninu nokkru eftir andlát Eysteins. Um er að ræða áratugasöfnun hans á ýmsum gögnum er varða íþrótta- og ungmennafélagshreyfinguna á Íslandi, allt frá 1906 fram til ársins 1990. Gerðabækur heilbrigðisnefnda ýmissa sveitarfélaga eru einnig komnar til varðveislu í safninu og segja margt um heilbrigðisástand. |
|
![]() |