Héraðsskjalasafn Akranesskaupstaðar Ljósmyndasafn Akraness Ljósmyndasafn Akraness er deild innan héraðsskjalasafnsins. Það var stofnað 28. desember 2002, í tilefni af 60 ára afmæli kaupstaðarins. Fyrsta framlag til safnsins kom frá feðgunum Helga Daníelssyni og Friðþjófi Helgasyni en við stofnun safnsins afhentu þeir hluta af ljósmyndaverkum sínum. Á vef safnsinseru skráðar myndir safnsins gerðar almenningi aðgengilegar sem og öðrum sem nálgast vilja myndir í eigu safnsins. Vefurinn geymir eins og er um 7500 myndir. Hlutverk Ljósmyndasafns Akraness er að safna, skrá og varðveita ljósmyndaefni sem og önnur gögn og skjöl sem tengjast greininni og hafa menningarsögulegt gildi. Markmið Ljósmyndasafns Akraness er að gefa heildarmynd af þeirri ljósmyndamenningu sem stunduð hefur verið í bænum frá því að byrjað var að taka ljósmyndir á Akranesi. Ólína Sigþóra Björnsdóttir og Ólafur Örn Ottósson eru starfsmenn safnsins í tímabundnum verkefnum. |
|
![]() |