Norræni skjaladagurinn

Héraðsskjalasafn Austfirðinga
Laufskógum 1 • 700 Egilsstaðir • www.heraust.is
Opið : kl. 13:00 - 17:00

Þema dagsins: Félög í Fljótsdalshreppi




Í Héraðsskjalasafni Austfirðinga má finna ótrúlega fjölbreytta flóru hinna ýmsu félaga sem stofnuð hafa verið og starfað um lengri eða skemmri tíma á Austurlandi.

Á Norræna skjaladeginum þótti okkur ástæða til að sýna það sem til er um félög úr einu sveitarfélagi á Austurlandi. Fljótsdalshreppur varð fyrir valinu. Fyrsta félagið sem heimildir eru til um í Fljótsdalshreppi er Matsöfnunarfélag Fljótsdals. Samþykktir þess eru dagsettar 2. júní 1800. Frumheimildin er á Landsbókasafni Íslands en uppskrift af samþykktunum á Héraðsskjalasafninu.

Þau félög sem gerð verða skil eru: búbótafélag, búnaðarfélag, bindindisfélag, fóðurbirgðafélag, ungmennafélag, matsöfnunarfélag, kvenfélag, skrúfufélag, slysavarnardeild og heilsuverndarfélag. Gerð verður stutt grein fyrir hverju félagi fyrir sig og sýnd gögn frá þeim ef til eru eða kynntar þær heimildir sem til eru um þau.

Það verður kaffi á könnunni.



Helgi Droplaugarson


Til baka