Norræni skjaladagurinn

Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu
Hnjúkabyggð 30 • 540 Blönduós • www.simnet.is/skjalasafn
Opið: kl. 13:00 - 16:00

Þema dagsins: Búnaðarfélög




Búnaðarfélög voru stofnuð víða um land á nítjándu öld. Austur-Húnvetningar riðu á vaðið og stofnuðu Jarðabótafélag Svínavatns- og Bólstaðarhlíðarhreppa árið 1842. Upp úr þessu félagi urðu svo til búnaðarfélög þessara hreppa.

Brátt fylgdu fleiri hreppar í kjölfarið og stofnuðu búnaðarfélög. Tilgangur þessara félaga var fyrst og fremst að vinna að jarðabótum og kynbótum á búfé. En sum félögin settu sér þó víðtækara markmið, eins og sést meðal annars í lögum búnaðarfélags Sveinsstaðahrepps frá 1863, sem hafði, auk þess sem fyrr er nefnt, þann tilgang að efla gott siðferði meðal hreppsbúa.

Sýndar verða gjörðabækur nokkurra búnaðarfélaga sýslunnar. Áherslan beinist fyrst og fremst að upphafi félaganna, stofnfundum og lögum þeirra.

Til baka