Reykjavíkur-klúbbur


Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Tryggvagötu 15 • 101 Reykjavík
www.reykjavik.is/borgarskjalasafn
Opið: kl. 12:00 - 16:00

Þema dagsins: Selskapur og sálufélög Reykjavíkurfélög forn og ný, fræðslu- og skemmtiklúbbar, kvenfélög og karlaklúbbar



Gestir eiga kost á að skoða sýningu Borgarskjalasafns um félagastarf í Reykjavík af ýmsu tagi, kynna sér starfsemi safnsins og njóta leiðsagnar um húsakynni þess.

Safnið geymir skjalasöfn reykvískra félaga af margvíslegum toga, t.a.m. skjöl byggingarfélaga, skipa- og útgerðarfélaga, kaupfélaga, Mjólkurfélags Reykjavíkur, Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur, starfsmannafélaga, stjórnmálafélaga, stúdentafélaga, Sögufélagsins og þá skjöl kvenfélaga, bræðrafélaga, kirkjukóra, hjúkrunarfélagsins Líknar og Barnavinafélagsins Sumargjafar, en einnig skjöl áhugamannafélaga, húsmæðrafélaga, lestrarfélaga, Ungmennafélags Reykjavíkur, íþróttafélaga, söngfélaga, skemmtiklúbba, íbúasamtaka, leigendafélaga og Fuglavinafélagsins Fönix. Skjöl leikfélagsins Kúlissu verða og dregin fram sem og heimugleg plögg leynifélaga og karlaklúbba.

Borgarskjalasafn Reykjavíkur býður alla velkomna skjaladaginn 9. nóvember. Kaffi, konfekt og góður félagsskapur á boðstólum !

Til baka