Norræni skjaladagurinn

Héraðsskjalasafn Vestmannaeyja
Safnahúsinu v/Ráðhúströð • 900 Vestmannaeyjar
www.vestmannaeyjar.is/safnahus/heradsskjalasafn
Opið: kl. 13:00 - 16:00

Þema dagsins: Verkalýðsfélögin í Vestmannaeyjum

Á norræna skjaladeginum ætlum við að opna sýningu á skjölum verkalýðsfélaganna í Vestmannaeyjum, en þau eru: Verkamannafélagið Drífandi, Verkakvennafélagið Snót og Verkalýðsfélag Vestmannaeyja. Áhersla verður lögð á upphaf félaganna, stofnun þeirra, lög og þróun fyrstu árin. Tilefnið er gjöf félaganna til safnsins eftir sameiningu Snótar og Verkalýðsfélags Vestmannaeyja í hið endurreista félag „Drífanda“. Sýningin verður opin á opnunartíma safnanna fram að áramótum.



Stofnfundargerð Verkamannafélagsins Drífandi


Fundargerð Verkamannafélagsins Drífandi

Til baka