Norræni skjaladagurinn

9. nóvember 2002     


Samnorræn vefsíða skjaladagsins

Norrænn skjaladagur var fyrst haldinn árið 2001. Þá héldu skjalasöfn á Norðurlöndum sameiginlegan kynningardag Vegna góðrar reynslu af því framtaki var ákveðið að slíkur dagur yrði ár hvert, annan laugardag í nóvember. Skjalasöfn á Norðurlöndum opna þá hús sín sérstaklega fyrir almenningi og kynna starfsemi sína. Flest setja upp sýningar á skjölum sem tengjast tilteknu efni. Annað hvert ár er sameiginlegt þema hjá öllum söfnunum. Þess á milli ákveður hvert land sína tilhögun.

Í ár er það undir hverju landi komið að ákveða skipan dagsins sem nú er laugardagurinn 9. nóvember. Þjóðskjalasafn Íslands, Borgarskjalasafn Reykjavíkur og héraðsskjalasöfnin hafa ákveðið að tileinka daginn félögum í víðum skilningi.

Þau skjalasöfn sem hafa opið þennan dag taka til sýningar og kynningar skjöl einhverra félaga. Mörg félög voru stofnuð hér á landi, einkum þegar leið á 19. öldina og æ síðan. Skjöl frá mörgum þeirra, svo sem fundargerðabækur, hafa sem betur fer ratað á skjalasöfnin. Þessi gögn eru mikilsverðar heimildir um sögu þjóðarinnar. Þeim sem hafa gögn frá aflögðum félögum í fórum sínum, er bent á að koma þeim í örugga vörslu til nærliggjandi skjalasafns, héraðsskjalasafns, Borgarskjalasafns Reykjavíkur eða Þjóðskjalasafns.

Til baka