Haus
Bréf Hjálmars Ólafssonar Bréf Hjálmars Ólafssonar til Félags íslenskra teiknara.

Atkvæðaseðill um merki Kópavogs Atkvæðaseðill um merki Kópavogs.

Bókun um atkvæðagreiðsluna Bókun um atkvæðagreiðsluna í fundargerð bæjarstjórnar Kópavogs.

Við merkjum bæinn okkar

Árið 1963 ritaði Hjálmar Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, Félagi íslenskra teiknara og óskaði eftir samstarfi við félagið vegna samkeppni um merki bæjarins. Bæjarstjórn Kópavogs ákvað síðan með samþykkt í apríl 1964 að halda uppá 10 ára afmæli bæjarins og jafnframt að láta fara fram samkeppni um merki Kópavogs. Ári seinna fór samkeppnin fram. Allmargar tillögur bárust og á bæjarstjórnarfundi 26. mars 1965 voru greidd atkvæði um sex tillögur. Sú tillaga sem valin var fékk 9 atkvæði. Það var teikning eftir Sigurveigu Magnúsdóttur, arkitekt og Ingva Magnússon, auglýsingateiknara.

Aðaldrættir merkisins eru bogar Kópavogskirkju, en neðar er mynd af selkóp. Merkið var tekið í notkun á 10 ára afmæli Kópavogsbæjar.

Hér birtast nokkrar af þeim tillögum er bárust í samkeppnina.


<< Fyrri  |   NŠsta >>

Auglýsing um merki Kópavogskaupstaðar
Auglýsing um merki Kópavogskaupstaðar.