„Þá var pappír dýr í sveitum víða”

Manntalið 1703 fjársjóður í Þjóðskjalasafni Einn mesti dýrgripur í Þjóðskjalasafni Íslands er Manntalið 1703. Sumarið 2013 var það skráð á lista UNESCO Minni heimsins, Memory of the World Register. Á listann komast einungis skjöl eða aðrar skráðar menningarheimildir sem hafa þýðingu fyrir allt mannkyn. Sérstaða manntalsins 1703 felst í því að það er elsta manntal …

Meira

Jarðarsölubréf frá 1797

Frumskjal frá síðasta Öxarárþingi 29. júní 1797, með áritun Magnúsar Stephensen m.a. Sr. Þórður Brynjólfsson prestur á Kálfafelli selur 5 hundruð í jörðinni Gerðar í Landeyjum fyrir hönd föðursystur hans, jómfrú Þórdísar Guðmundsdóttur, systur hennar Valgerði Guðmundsdóttur húsfreyju í Gerðum. Séra Þórður Brynjólfsson fæddist 8. september 1763 og andaðist 1. janúar 1840. Foreldrar hans voru …

Meira

„ …, sátum við þar lengi og röbbuðum.“

Borgarskjalasafn Reykjavíkur varðveitir skjalasafn Bjarna Benediktssonar, fv. borgarstjóra og forsætisráðherra. Safnið er mikið að vöxtum og eitt heillegasta skjalasafn einstaklings sem Borgarskjalasafn varðveitir. Það lýsir vel ferli Bjarna frá barnsaldri til andláts. Bjarni Benediktsson þótti í fremstu röð stjórnmálaforingja Íslendinga á 20. öld. Hann ólst upp í Reykjavík á líflegu heimili í byrjun 20. aldar, …

Meira

Minni Jónasar Sigfússonar

Jónas Sigfússon Bergmann var fæddur árið 1796 á Bæ á Höfðaströnd. Hann lést 12. maí 1844 í Glæsibæjarsókn í Eyjafirði. Kona hans var Valgerður Eiríksdóttir fædd 15. maí 1799 í Ljósavatnssókn í S.-Þing. Hún lést 8. janúar 1853 í Glæsibæjarsókn í Eyjafirði. Þau giftust 5. október 1822 og eignuðust 10 börn (skv. Íslendingabók). Jónas var …

Meira

Skáldleg mótmæli

Þann 24. júní 1703 er gengið frá manntalsskrá í Engihlíðarhreppi í Húnavatnssýslu. Einn hreppstjóranna Sigmundur Helgason skrifar fyrstur undir og hefur líklega haft forystu um manntalstökuna. Eftir að kollegar hans Guðmundur Sveinsson og Guðmundur Þorsteinsson hafa skrifað undir með honum. Lítur út fyrir að Sigmundur hafi laumað vísu sinni aftast í skýrslu Engihlíðarhrepps, etv. án …

Meira

Víkingur AK 100

Víkingur er eitt af fjórum systurskipum sem smíðuð voru fyrir íslenska útgerðaraðila árið 1960. Að Víkingi frátöldum voru þau Freyr, Maí og Sigurður og voru þau öll smíðuð í Bremerhaven í Þýskalandi. Það var aðallega tvennt sem hvatti áfram áform um smíði þessara skipa árið 1958. Annars vegar var nægur fiskur á bæði Nýfundnalands- og …

Meira

Horfnir Húnvetningar

Sjónrænar upplýsingar eins og ljósmyndir geta gefið sögunni líf. Á ljósmyndum má nálgast sögulegar upplýsingar á annan hátt en úr rituðum texta. Þær geta verið af ólíkum toga. Myndefnið getur gefið upplýsingar um stöðu fólks, heilsufar, tísku, búskaparhætti eða veitt annars konar sýn á þekkta atburði. Sá mikli fjöldi ljósmynda af fólki sem finna má …

Meira

Júlíana Jónsdóttir

Nýlega eignaðist Héraðsskjalasafn Dalasýslu vísnasafn Einars Kristjánssonar skólastjóra á Laugum og fyrsta héraðsskjalavarðar safnsins. Meðal þess sem Einar lagði sig eftir að safna, voru vísur og kvæði ort af konum í Dölum. Júlíana Jónsdóttir var fædd 27. mars 1838 á Búrfelli í Hálsasveit. Hún ólst upp hjá föðurafa sínum og konu hans á Rauðsgili í …

Meira

Minnsta skjal manntalsins 1703

Minnsta staka skjal manntalsins 1703 er þessi miði úr Bitruhreppi í Strandasýslu. Hann er um 9 sm á hvora hlið. Um fjörutíu stakir miðar eru á meðal þeirra um 1700 síðna sem manntalið er skrifað á. Flestir lausu miðanna er með upplýsingum um utansveitarfólk (flakkara) eða ómaga. Sérstaða þessa miða er að á honum eru …

Meira